Kúlumyndir

    Mynd A vs Mynd B – hvað selur meira?

    Til vinstri sérðu hefðbundna vörusíðu úr netverslun. Til hægri er sama verslun í 360° sýndarferð frá Kúlumyndum. Hvort finnst þér líklegra að fá þig til að skoða meira – og kaupa?

    Mynd A – flöt netverslun

  1. Ein eða tvær vörumyndir á skjánum
  2. Listi af vörum, lítið samhengi
  3. Viðskiptavinurinn þarf að ímynda sér stærðir, hlutföll og rými
  4. Mynd B – 360° Kúlumynd af verslun

    • Kúnninn gengur um verslunina eins og hann væri á staðnum
    • Sér samsetningar, hlutföll og stemningu í einu sjónarhorni
    • Smellir á vöruna í sýndarferðinni og opnar hana í netversluninni
    Við notum m.a. Myrk Store sem dæmi um hvernig 360° sýndarferð og netverslun vinna saman: þú smellir á hlut í sýndarferðinni og færð vörusíðuna beint upp.

    Framtíð netverslunar er í sýndarferðum

    360 gráðu Kúlumyndir hafa ekki bara sýningar mátt, heldur einnig margfalda aukningu eins og hér má sjá.

    40%

    Meðalaukning á þátttöku viðskiptavina

    (gangandi trafík og símtölum)

    8-20X

    Lengri tími á vefsíðu

    95%

    Þeirra sem sjá raunverulega sýndarferð til búin að versla á netinu

    Prófaðu sýndarverslun Kúlumynda

    360 gráðu Kúlumyndir sem selja. Skoðaðu hvernig 360° sýndarferð virkar í raun. Hægt er að kvikmynda sýndarferð þannig að ef þú gerir ekkert gengur ferðin sjálfkrafa á milli mynda – en þú getur alltaf gripið inn í til að líta í þá átt sem þú velur, bæði upp og niður, hægri og vinstri. Smelltu á vörur til að kaupa og prófaðu lifandi myndsímtal.

    Tvísmelltu til að sjá í fullri skjástærð. Því stærri skjár, því betra. Tvísmelltu til að fara úr fullri skjástærð.

    Skoða rýmið

    Smelltu og dragðu til að snúa þér um í 360°. Notaðu músarhjólið eða tvísmelltu til að þysja inn og út.

    Versla beint

    Smelltu á vörumerki (hotspots) til að sjá vöruupplýsingar og kaupa beint úr sýndarferðinni.

    Vantar þig aðstoð?

    Já, ef þú vilt þá getur þú fengið afgreiðslu á opnunartíma með netspjalli eða myndsímtali og þannig veitt aðstoð.

    Kondu inn á netinu

    Því stærri skjár, því meiri upplifun. Tvísmelltu á myndina til að njóta hennar í sem stærstri útgáfu – hún stækkar yfir allan skjáinn. Til að minnka aftur, smelltu á fullscreen-táknið (⤢) eða tvísmelltu á myndina á ný.

    Shop-by-Click þóknun

    Við bjóðum upp á tvo verðkosti: 2.850 kr. fast gjald pr. vöru + 3% þóknun af sölu, eða 10% þóknun af sölu í 2 ár án fyrirframgjalds.

    0 kr. fyrirfram – 10% þóknun af sölu í gegnum Kúlumyndir.

    Kúlumyndir eru verslunarlausn, ekki kostnaður

    Við gerum 360° sýndarferðir sem tengjast beint við sölukerfin þín – hvort sem það er netverslun, bókunarkerfi eða einfaldur fyrirspurnarhnappur. Markmiðið er alltaf það sama: að rýmið þitt hjálpi til við að selja meira.

    360° sýndarferðir

    Hágæða 360° myndir af rýminu þínu sem hægt er að skoða í síma, tölvu og spjaldtölvu. Gestir ganga á milli rýma, snúa sér í 360° og fá raunverulega tilfinningu fyrir stærð, stemningu og framboði.

    Shop-by-Click / tenging við netverslun

    Við bætum smellanlegum vörupunktum ofan á 360° myndirnar. Þegar gestur sér vöru sem hann vill skoða nánar opnast varan beint í netversluninni þinni – tilbúin til kaupa. Tenging við vöru kostar 2.850 kr. pr. vöru en við bjóðum einnig upp á 10% fasta þóknun af seldum vörum í netverslun til 2 ára til að auðvelda verslunum að koma búðinni yfir á netið.

    Google Street View fyrir fyrirtæki

    Við tökum viðurkenndar Google Street View myndir þannig að sýndarferðin þín birtist inni á Google Maps og í Google-leitarniðurstöðum. Fullkomið fyrir veitingastaði, bari, verslanir og hótel sem vilja hámarks sýnileika.

    Gervigreind, AR / VR og framtíðin

    Við nýtum gervigreind til að halda sýndarferðum uppfærðum og undirbúum efnið fyrir AR/VR-upplifanir (t.d. Apple Vision Pro). Þú verður klár fyrir næstu kynslóð af stafrænum veruleika og viðskiptavinaþjónustu.

    Shop-by-Click þóknun

    Við bjóðum upp á tvo verðkosti: 2.850 kr. fast gjald pr. vöru + 3% þóknun af sölu, eða 10% þóknun af sölu í 2 ár án fyrirframgjalds.

    0 kr. fyrirfram – 10% þóknun af sölu í gegnum Kúlumyndir.

    Fyrir hvaða fyrirtæki henta Kúlumyndir?

    Ef þú ert með rými sem fólk heimsækir, þá hentar 360° sýndarferð.

    Húsgagnaverslanir & showrooms

    Viðskiptavinir skoða rýmið, sjá samsetningar og smella á vörur í netversluninni.

    Netverslun framtíðar

    Breyttu netversluninni þinni í gagnvirka upplifun þar sem viðskiptavinir versla eins og þeir væru á staðnum.

    Hótel & gisting

    Gestir sjá herbergi, spa, veitingasal og umhverfi áður en þeir bóka. Minna hik – fleiri bókanir.

    Veitingastaðir, kaffihús & barir

    Nýir gestir sjá stemninguna, borðaskipan og barinn áður en þeir velja stað.

    Fasteignir & skrifstofur

    Sýndu eignir og skrifstofur án þess að skipuleggja ótal skoðanir.

    Byggingar, eftir lit og hönnun

    Sýndu byggingarverkefni, innanhússhönnun og arkitektúr í 360° til að laða að viðskiptavini.

    Hafa samband

    Viltu sjá hvernig rýmið þitt gæti litið út í 360° sýndarferð? Sendu okkur línu eða hringdu – við förum yfir næstu skref án skuldbindinga.
    Sími: 774 0180Staðsetning: Reykjavík, Ísland

    Studd verslunarkerfi

    Við tengjumst öllum helstu netverslunarkerfi
    © 2025 Kúlumyndir. Reykjavík, Ísland